Skip to content
Increase font size Decrease font size Default font size

My Joomla

JA slide show
Written by Administrator   
Thursday, 10 June 2010 10:48

Skip á sjó

Ekki kom mönnum og huldufólki alltaf vel saman og gat það bitnað á gjörðum manna þrátt fyrir að þeir hefðu ekkert illt í hyggju.

 

Líka var það í almæli, að ýmsir menn hafi séð mörg skip á sjó einstöku sinnum fram af Eyvindarhólum þó ekki væri mennskir menn á sjó. En víst er um það, að allir menn sáu þar stórt skarð í brimið alla tíð, eins og nokkurskonar höfn. En ef mennskir menn fluttu þangað skip sín til róðra, skyldi alltaf verða eitthvað að, skipin fyllti af sjó, brotnuðu stundum og lá við manntjóni. Frá þessari höfn sást, að menn fóru með hesta í taumi, klyfjaða af fiski, upp undir Hrútafellsfjall og hurfu þar.

Undir Eyjafjöllum er hóll, sem kallaður er Hafurshóll, og háir klettar á. Í einum þeirra sást ljós alla vetra frá Nýjabæ. Ljósið kom upp í hálfdimmu og lifði til kl. 11-12 á hverju kvöldi og gat ekki verið annað en huldumannaljós.

Heimild: Eiríkur Ólafsson bóndi á Brúnum, Ferðasögur-sagnaþættir-mormónarit, Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáfu, Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1946, 192.

Last Updated on Saturday, 13 November 2010 18:25
 

Tungumál

Joomfish System Plugin not enabled

Ferðahugmyndir

dagsferd
helgarferd
sveitaruisl